Eins og flestir vita þá koma 16 liða úrslit meistaradeildarinnar bráðum og eftir það heldur þetta áfram þangað til að 2 lið hafa barist til úrslita og þar er bara eitt lið sem að sigrar.
Þetta er hlutur sem að kannski margir hlakka til og hugsa um en það sem að kannski færri hugsa um er að eftir Champions league 04/05 kemur svo að sjálfsögðu Champions league 05/06 og hvaðan koma liðin sem að keppa þar?
Ég get sagt að þau koma úr mismunandi áttum en 12 af þessum liðum koma allavegana úr fyrstu 4 sætunum í 3 bestu deildunum í Evrópu. Það er að segja, þá eiga liðin úr fyrstu 4 sætunum í Premier league, La liga og Serie A þegar tímabilunum líkur eftir að fá að vera með í meistaradeildinni.
Þessi grein fjallar líka um það og í rauninni er þetta smá spá og kannski einhver pæling líka.
Byrjum á La liga:
1. Barcelona
2. Real Madrid
3. Betis
4. Sevilla
5. Villareal
6. Valencia
Svona lýtur þetta út og ég fer bara niður í 6 sætið.
Spá mín er að Valencia eigi eftir að komast í meistaradeildina. Valencia hefur verið að tapa undanfarið en ég held að eina ástæðan fyrir því sé að þeir eru búnir að fá á sig óheppnis mörk sem að er þess vegna markverðinum að kenna og eins og sumir vita þá er Canisares ekki búinn að vera með í undanförnum leikjum en þegar hann kemur til baka held ég að þetta eigi eftir að ganga vel aftur. Svo held ég líka að Betis eigi eftir að halda utan um þetta 3 sæti þarna.
Premier league:
1. Chelsea
2. Manchester united
3. Arsenal
4. Everton
5. Liverpool
6. Middlesbrough
Þessi deild er ekki beinlínis mín deild og ég veit í rauninni ekkert svo mikið um hana en ég giska bara á að þetta eigi eftir að enda eins og þetta er með bara einum breytingum. Ég held að Liverpool eigi eftir að stela 4 sætinu af Everton.
Serie A:
1. AC Milan
2. Juventus
3. Inter
4. Udinese
5. Sampdoria
6. Palermo
Ég held líka að þetta eigi eftir að haldast nokkurn veginn svona en ég held líka að Roma sem er í 7unda sæti núna eigi eftir að geta klifra aðeins upp og eiga kannski eftir að berjast við Udinese um 4 sætið.
Hvað haldið þið annars??
Kv. StingerS