Fyrstu umferð Símadeildarinnar í knattspyrnu lauk í gær með fjórum leikjum. Á Skipaskaga áttust við Skagamenn og FH, í Kópavogi tóku Blikar á móti Eyjamönnum, í Grindavík mættu heimamenn Keflvíkingum og á Valbjarnarvelli í Laugardalnum sóttu Valsarar Framara heim.
Mikið af mörkum var skorað í fyrstu umferðinni að þessu sinni, eða alls 14 talsins. Á þriðjudag sigruðu Fylkismenn KR eins og kunnugt er með einu marki gegn engu í opnunarleiknum.
Í Grindavík leit fyrsti útisigur Keflvíkinga á heimamönnum í sex ár dagsins ljós þegar liðið lagði Grindavík með tveimur mörkum gegn einu. Haukur Ingi Guðnason kom Keflvíkingum yfir eftir stundarfjórðungs leik. Þá átti Grindvíkingurinn Goran Lukic misheppnaða sendingu fram völlinn, sem Haukur Ingi náði að stöðva og skaut knettinum beint niður í vinstra markhornið, óverjandi fyrir Albert Sævarsson, markvörð þeirra Grindvíkinga. Undir lok fyrri hálfleiks náðu Grindvíkingar að jafna leikinn úr vítaspyrnu, en Zoran Ljubicic braut á Halli Ásgeirssyni innan teigsins og því var vítaspyrna dæmd. Ólafur Örn Bjarnason tók spyrnuna og skoraði upp í hægra horn marksins. Á 70. mínútu kom svo sigurmark Keflvíkinga, þegar Guðmundur Steinarsson gaf inn á teig Grindvíkinga þar sem Þórarinn Kristjánsson var réttur maður á réttum stað og skoraði örugglega. Lokatölur 1:2.
Fram og Valur áttust við á Valbnarnarvelli, en leikurinn fór fram þar gegna hræðilegra aðstæðna á Laugardalsvelli. Framarar komust yfir á 10. mínútu með marki frá Þorbirni Atla Sveinssyni eftir sendingu frá Vilhjálmi Vilhjámssyni. Þorbjörn tók við boltanum og vippaði glæsilega yfir Þórð Þórðarson í marki Vals, hljóp síðan aftur fyrir hann og renndi knettinum í opið markið. Valsarar jöfnuðu leikinn eftir um hálftíma leik. Mathías Guðmundsson skoraði það mark. Eftir kortérs leik í seinni hálfleik komust Valsmenn yfir með marki frá Martin Gustavsson, Svíanum í liði Vals, eftir mikla skothríð að marki Framara. Valsmenn juku svo muninn í 1:3 tveimur mínútum síðar, þegar Siburbjörn Hreiðarsson skoraði með viðstöðulausu skoti, sem Fjalar átti að verja. Framarar náðu að klóra í bakkann undir blálok leiksins. Framarar fengu tvær hornspyrnur í röð og Ásmundur Arnarsson náði að skalla í netið úr þeirri síðari.
Fjögur mörk litu dagsins ljós uppi á Skipaskaga, það fyrsta eftir hálftímaleik og voru það leikmenn Fimleikafélagsins sem gerðu það. Þeir léku vel upp völlinn, Hilmar Björnsson gaf fyrir og Jón Þ. Stefánsson skallaði í netið. Skagamenn jöfnuðu þremur mínútum síðar úr vítaspyrnu eftir að Hjörtur Hjartarson hafði verið felldur innan vítateigs. Hann tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Skagamenn komust svo yfir tíu mínútum fyrir leikslok með glæsilegu skallamarki Hjartar Hjartarsonar eftir sendingu utan af kanti frá Unnari Valgeirssyni. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Jóhann Möller jafnaði leikinn svo eftir að FH-ingar höfðu skallað knöttinn í stöngina. (Þess má geta að ég spáði þessum leik einmitt 2:2)
Loks báru Blikar sigurorð af Eyjamönnum í Kópavogi með marki frá Kristjáni Brooks á 14. mínútu. Birki Kristinssyni tókst að blaka boltanum frá, en Ívar Sigurjónsson fylgdi á eftir og setti knöttinn í netið. Að mati aðstoðardómari átti Kristján þó markið, þar sem knötturinn var kominn inn fyrir marklínuna.
Eftir fyrstu umferðina eru Valsmenn því eftstir, en fallsætin verma KR og ÍBV. Þó þykir mönnum ólíklegt að niðurstaðan að loknu móti verði þessi.