Ísland tapaði fyrir Úkraínu
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði í kvöld fyrir Úkraínu, 2:3 í miklum baráttuleik. Íslendingar byrjuðu vel og komust yfir strax á 4. mínútu með fallegu marki Olgu. En það dugði skammt, því rúmum tíu mínútum síðar voru Úkraínsku stúlkurnar komnar yfir. Íslenska liðið jafnaði snemma í síðari hálfleik, en um miðjan síðari hálfleikinn komust þær Úkraínsku aftur yfir, með marki úr vítaspyrnu, og þar við sat. Íslendingar komast því ekki áfram í Evrópumótinu að sinni, en í stað þess að keppa við England um sæti í úrslitakeppninni fara þær til Hvíta-Rússlands eða Rúmeníu þar sem þær keppa um sæti á styrkleikalistsanum.