Hann var nú ekki langt frá mörkunum. Ef ég heyrði rétt, var hann með 2,7 og 2,6 nanogrömm í millilítra, en leyfilegt magn á Ítalíu er 2. Hins vegar leyfir Alþjóða Ólympíunefndin 5 nanógrömm í millilítra.
Þetta er nú kannski aukaatriði. Málið er hvort hann hafi tekið ólögleg lyf vísvitandi eða ekki.
Fernarndo Couto hjá Lazio fór líka beint í bann, en það er ekki ljóst ennþá hvort Davids fær bann, eða hversu langt það verður.