Jæja þá er það stóri leikurinn á morgun. Úrslitin ráðast í evrópukeppni félagsliði og það verða Liverpool og Alaves sem spila til úrslita í Dortmund. Leikurinn byrjar klukkan 18:15 að íslenskum tíma. Ég spái því að Liverpool vinni þennan leik 3-0 og Michael Owen, Patrik Berger og Fowler skori mörkin.
Líkegt byrjunarlið Liverpool(að ég held)verður: 4-4-2
Auðvitað Westerveld GK
Carragher DL.Þótt han sé ekki vinstri fótar maður. Hann hefur leikið vel á vinstri kantinum með Liverpool og ólíklegt að Ziege eða Traore byrji inná.
Hyypia DC
Henzhoc DC
Babbel DR
Miklar breytingar held ég verði á miðjunni eftir leik þeirra á móti Arsenal.
Patrik Berger ML
Gary Mcallister MC
Didi MC í staðin fyrir Biscan því hann spilaði með varaliðinu á mánudaginn.
Steven Gerrard MR
Owen frekar en Fowler þar sem hann er í miklu stuði, þótt að þá myndu aukast möguleikar á brottför Fowler sem mundi þá ekki byrja inn á í hvorugum úrslitaleiknum í bikar og í evrópukeppninni.
Síðan Heskey með Owen í framlínunni.
Orðrómar hafa látið í ljós að Houllier ætli að einbeyta sér að laugardags leiknum á móti Charlton til að ná 3 sætinu, en ég held ekki. Hann verður að taka einn leik í einu.
Alaves mun að öllum líkindum leika 4-2-3-1 með varnalegu hugarfari og munu koma til með að beyta skyndisóknum. Hef enga hugmynd hvert byrjunarliðið hjáAlaves verður en býst við að Jordi Cruyff og Moreno verði inná.