Ég rakst á ansi skemmtilegann hlut þegar ég sá leik Juventus á móti einhverju öðru liði í Serie A um helgina. Það var þannig að Zlatan Ibrahimovic sólaði sig framhjá mörgum spilurum og kom frá hliðini, semsagt hjá stönginni!! Færið var of erfitt fyrir hann til að skjóta honum beint inn þannig að hann skaut honum bara beint áfram í þeirri von um að einhver spilara, hvort sem það væri Juventus spilari eða ekki mundi vera fyrir og boltinn mundi snúast inn.
Það gerðist líka og boltinn fór beint á spilara í hinu liðinu.
Þetta mark fékk sá spilari sem sjálfsmark!!
Ég veit samt að í Premier league hefði Zlatan fengið markið sem að mér finnst líka alveg rétt því að sá sem að skoraði sjálfsmarkið gat alls ekki gert neitt í því að þetta fór í fótinn hans og skoppaði í mark.
Ég er forvitinn og spyr bæði hvort að ykkur finnst reglurnar í Premier league eða Serie A vera betri??
Mig langar líka að vita hvort að þetta hefði líka verið sjálfsmark hefði einhver í Juventus tekið skot úr fjarðlægð og það hefði farið í varnarmann á leiðinni. Til dæmis eins og markið hans Deco í La liga þegar Barcelona vann Racing Santander 3-0 um helgina??
Kv. StingerS