Guðjón yfirstókari er hinn ánægðasti með Ben Petty sem fékk rauða spjaldið í leiknum gegn Walsall. Hann segir þetta hafa verið rétta ákvörðun hjá stráknum að stoppa Pedro Matias því lítið hafi verið eftir af leiknum og besti kostur að missa manninn útaf í þessari stöðu. Ekki hefði verið vænlegt að fara í útileikinn með mark í mínus - sem hefði kannski og kannski ekki……. -. En Petty kallinn fær ekki að vera með í næsta leik. Ég er asskolli hræddur um að menn þurfi að bíta í jaxl ætli þeir að vinna Walsall á útivelli því ekki var spilamennskan merkileg á Brittania velli.
Dadason hlýtur að fá að vera með því hann er eini maðurinn í liðinu sem kann að skalla.