Það eru margir hér að segja “hættið þessu væli, liverpool var bara betra liðið”
Auðvitað eru Arsenalmenn sárir og svekktir yfir þessum leik, boltinn fer í höndina á Henchoz og hann kemur í veg fyrir mark ólöglega. Dómarinn átti að dæma víti og gefa honum rautt. Það stendur klárt í reglunum.
En þegar tvö lið einsog Liverpool og Arsenal, sem eru tvö af bestu liðum Englands þá eru líkurnar á því að leikurinn vinnist á heppni meiri en að hann vinnist á því að annað liðið sé lélegra en hitt. Þ.a.e.s. heppið með einstök atriði í leiknum, t.d. voru liverpool menn þokkalega heppnir þegar hvorki dómarinn né aðst.dómarinn sáu þegar boltinn fór í hönd Henchoz, og aftur seinna í leiknum þegar einhver poolari truflaði arsenal mann í teignum með höndinni og endaði svo með að arsenal náði veiku skoti á markið en þar var Hyypia. Þið sem eruð ósammála þessu, það eru margir Liverpoolmenn búnir að viðurkenna þetta og þið sem hafið þroska til, vitið að þetta er rétt (liverpoolmenn þ.a.e.s.) Arsenal voru betri fyrstu 80 mín, en Hyypia stóð sig frábærlega og varði hvað eftir annað á marklínunni.
En því miður fyrir mig og fleiri Arsenalmenn þá endaði þetta svona og varð nottla ennþá sárara útaf þessu með Henchoz og fleiri atriði í leiknum sem gera þetta sárt líka, svo er ömurlegt að tapa fyrir Liverpool.
En ég get alltaf hugsað hlýtt til þess þegar ég var staddur á Highbury þegar Arsenal vann Liverpool í ágúst og ég fékk svo að hitta flesta leikmenn beggja liða, það er soldið skemmtileg minning.
En til hamingju Liverpoolmenn, svona er fótbolti