Þegar ég var að horfa á La liga íá laugardaginn. Leik milli Valencia og Levante kom þessi hlutur sem að mér finnst benda til þess að maður verður að nota tölvur eða eitthvað til að ákveða hvort boltinn hafi farið yfir línuna eða ekki.
Baraja skoraði fyrsta markið í leiknum fyrir Valencia og staðan var þá 1-0. Ekki mikið seinna er aukaspyrna fyrir Valencia og Mista er hjá fjær stönginni. Hann skallaði boltann beint á markvörðinn sem grípur hann og dettur niður. Það leit út eins og boltinn var inni þá en í endursýningu sá maður hvernig boltinn var ómögulega inni. Markvörðurinn sem var með boltann í hendinni var ekki einu sinni með eina tá innan við línuna. Þetta var samt mark og Valencia var þá við 2-0. Levante barðist og skoraði 2-1 mark. Þeir áttu bestu færin í endanum á leiknum en náðu ekki að skora. Leikurinn hefði átt að enda 1-1 og þetta er ekki gott fyrir Levante sem að auðvitað berst um sæti í La liga á næstu önn.
Ég bara skil varla afhverju fólk er ekki búið að gera í því að nota tölvur eða setja einhverskonar skynjara á eða í boltann þannig að það komi einhverskonar signal hjá dómörunum þegar að boltinn fer yfir línuna.
Þetta sama mátti til dæmis sjá í heimsmeistarakeppninni 2002 þegar að spánverjar duttu úr keppni eftir að 2 mörk voru dæmd ógild. Eitt markið var dæmt ógilt því að dómarinn hélt að boltinn hafi farið yfir línuna áður en markið var skorað.
Mér finnst bara að þetta eigi að vera réttvíst og vona að fólk eigi eftir að gera eitthvað í þessu bráðlega!!
Kv. StingerS