Nú sit ég hér og horfi á mitt ástkæra lið Manchester United, sem ég hef stutt í gegnum súrt og sætt, keppa á móti Bolton. Síðustu vikur hef ég tekið eftir því að ekki er allt í lagi með þetta lið og það eru margir hlutir sem ættu að valda Sir Alex Ferguson áhyggjum. Ég ákvað að telja upp nokkur atriði.
Cristiano Ronaldo: Ég held að enginn geti efast um þá gríðarlegu hæfileika sem þessi drengur býr yfir. Hins vegar er komið nóg af því að hann vaði um allt með boltann og klippi skærin út um allt þangað til hann dettur um lappirnar á sér. Hann á að fara framhjá manninum og senda boltann svo fyrir! Annað sem mér finnst að kauða er hversu auðveldlega hann dettur. Dómarar eru alveg hættir að dæma þegar er brotið á honum af því að oftast lætur hann sig bara detta. Þetta er staðreynd og ég vona að hann sjái að sér í framtíðinni með þetta.
Wayne Rooney: Annað undrabarn sem klæðist rauðum búningi. Þó hann sé að spila vel er einn stór löstur á annars góðum leikmanni. Skapofsinn í honum. Bara núna áðan sá ég hann slá í andlitið á leikmanni Bolton. Þetta á ekki að sjást og sérstaklega ekki hjá atvinnumanni í fótbolta. Hann verður að róa sig og nota skapið frekar til að spila. Við höfum séð þetta einnig í Roy Keane en sjáum hversu vel hann getur stjórnað þessu núna. Ég vona að hann sjái líka að sér.
Ryan Giggs: Þessi maður hefur verið svo gríðarlega mikilvægur fyrir Man Utd í tæp 10 ár. Hins vegar er samningur hans að renna út og ég vona félagsins og hans vegna að samkomulag náist um nýjann samning því það eru ófá lið sem vildu hafa þennan snilling í sínum röðum.
Sumarkaup 2003: Margir leikmenn komu til liðsins 2003. Djemba-Djemba, Kleberson, Ronaldo og Bellion. Sá eini sem hefur sannað sig eitthvað að ráði er Ronaldo. Kleberson hefur að vísu lent í þrálátum meiðslum sem hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Hins vegar hafa Djemba-Djemba og Bellion ekki gert mikið til að sanna sig fyrir mér. Sama er með nokkra leikmenn sem hafa verið hjá félaginu lengi eins og t.d. Quinton Fortune og Phil Neville. Mér finnst þeir ekki hafa neitt að bjóða sem getur gagnast Man Utd.
Væl og tuð: Ef maður skoðar www.fotbolti.net eða www.planetfootball.com má oft sjá einhvern í úr Man Utd tjá sig um gengi liðsins og gengi annara liða. Þar á milli sér maður oft grein þar sem einhver er að segja “I think refrees are against United” eða “Chelsea don´t have the experience to be champions” og eitthvað svona. Þetta er bara tuð, ekki sálfræðihernaður. Þegiði bara og spilið ykkar fótbolta.
Breidd liðsins: Það sér hver maður að Man Utd eiga 4 heimsklassa framherja með þá Van Nistelrooy, Smith, Saha og Rooney. Það er miðjan sem veldur mér heilabrotum. Giggs-Keane-Scholes-Ronaldo er mjög skothelt, en hvað gerist þegar einn af þeim meiðist. Ay caramba allt fer í fokk. En þetta ætti að vera safe með Djemba-Djemba, Kleberson, Miller, Phil Neville og Darren Fletcher er það ekki? Maður hreinlega spyr sig, því ég er alls ekki viss…
Kynslóðaskipti: Eftir nokkur ár verða mikil kynslóðaskipti. Gary Neville, Roy Keane, Ryan Giggs og Paul Scholes fara bráðum að verða of gamlir til að spila í fremstu röð. Hvað gerist þá, þarf David Gill að opna peningabudduna verulega á næstu árum? Hefði ekki verið rétt að fá Arjen Robben eða Ronaldinho? fyrir 1-2 árum þegar þeir kostuðu aðeins minna en þeir gera núna? Maður spyr sig aftur….
Þetta voru nokkur atriði sem mér finnst ekki hafa verið í lagi hjá Man Utd það sem af er þessu tímabili. Sumir eru kannski ósammála mér en sumir sammála.