Heskey- Vonsvikinn en ekki fallinn Emile Heskey er sannfærður um það að Liverpool eigi eftir draga sig til baka eftir 2-2 jafntefli milli Liverpool og Chelsea í gærkvöldi.

Heskey telur að þeir hafi staðið sig nógu vel til þess að vinna leikinn en hann er sannfærður um að mistök til að tryggja sér sæti í meistara-deildinni fyrir síðasta dag leiktímabilsins hafi ekki áhrif á leikmennina þar sem þeir keppa nú í 3 bikar-úrslitum á 8 dögum.

Heskey segir: “Við erum vonsviknir yfir því að hafa ekki unnið en við erum ekki vonsviknir með frammistöðuna. Við spiluðum mjög vel og hefum átt að halda í forystuna.

”Þetta var mjög góður leikur og mér fannst við hafa haldið Chelsea í skefjum, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við vissum að Jimmy Floyd Hasselbaink átti eftir að verða hættulegur í leiknum. Við töluðum um hann fyrir leikinn og horfðum á nokkur myndbönd. Þetta var bara spurning um að halda honum í skefjum.

Við munum leggja Charlton í síðasta leik okkar, en í millitíðinni spilum við tvo bikarúrslitarleiki og hlökkum mikið til þess.