Þá er búið að draga í 16-liða úrsit Meistaradeildar Evrópu og eru þó nokkrir spennandi leikir.
Real Madrid v Juventus
Liverpool v Bayer Leverkusen
PSV Eindhoven v Monaco
Bayern Munich v Arsenal
FC Porto v Inter Milan
Barcelona v Chelsea
Man. Utd. v AC Milan
Werder Bremen v Lyon
Þessir tveir feitletruðu leikir eru að flestra mati mest spennandi leikirnir.
Chelsea - Barcelona er algjör draumaleikur og að mínu mati 2 bestu lið Evrópu sem mætast og jafnvel hreinn úrslitaleikur um hverjir vinna keppnina þó enn sé of snemmt að segja til um það. Bæði liðin tróna á toppi tveggja sterkustu deilda Evrópu og voru talinn sigurstranglegust fyrir keppnina.
Man Utd. - AC Milan er leikur tveggja fornfrægra og sigursælla liða. Verður pottþétt fjörug viðureign enda bæði lið á heimsklassa. Man Utd. voru með yfirburði í ensku deildinni á 10.áratugnum og AC Milan seint á þeim 9. og snemma á tíunda. Þetta eru tvö af merkustu liðum Evrópu og þar af tveir af bestu framherjum Evrópu; Andriy Schevchenko, nýlega kosinn leikmaður Evrópu af France Football, og síðan Ruud Van Nistelrooy, sem hefur verið iðinn við kolann undanfarinn ár.
Síðan eru hinir leikirnir að sjálfsögðu spennandi en þessir eru þó mest áberandi.
En hvernig finnst ykkur þessir leikir?