Chelsea 4-0 Newcastle : Umsögn Chelsea manns Jæja, sælt veri fólkið, ég vil taka það fram að þessi grein er ofsalega hlutdræg :)

Nú erum vér Chelsea menn rosalega ánægðir. Snilldarleikur áðan og Chelsea gersamlega rúllaði yfir Newcastle í seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Eiður var ekki alveg að meika það þarna frammi og var tekinn útaf fyrir Drogba í hálfleik. Drogba kom inná í fantaformi greinilega, þetta var rosalega góður leikur hjá honum og gaman að sjá hann svona :).

Á 59. mínútu gerði hann Móri kall breytingar, tók Tiago og Gallas útaf og setti Kezman og Brigde inná. Þá er kominn upp sú staða að Chelsea spilar 4-2-4 með boltann en 4-4-2 án boltans þegar að Duff og Robben detta niður, þetta þykir mér stórsniðugt og væri gaman að sjá Eið/Drogba eða Eið/Kezman byrja frammi í næsta leik. Á 61. mínútu kom svo frábært mark frá Lampard. Chelsea liðið spilaði sig mjög vel í gegn og Lampard var á auðum sjó og þrumaði honum inn.

Svo bara hélt Chelsea áfram að pressa og á 69. mínútu kom löng sending fram, Drogba tók hann vel niður, ýtti varnarmanninum (Taylor, Bramble? Man ekki alveg) burt eins og ekkert væri og lagði hann svo fallega framhjá Shay Given í marki Newcastle.

Síðan opnuðust bara allar flóðgáttir og á einhverri mínútu *var á klósettinu, afsakið* :) lék Robben á 2 varnarmenn Newcasle og skaut, og skoraði! Þessi krakki er alger snillingur og án efa bestu kaup Chelsea með Damien Duff. Unun að sjá þessa gutta leika.

Svo á 89. mínútu komst Duff einn í gegn og var felldur af Given. Víti var dæmt, strax og það var dæmt hugsaði ég.. “hann hlýtur að láta Kezman taka það..” og hugsið ykkur! Mourinho benti ákveðið á Kezman sem hafði ekki verið alltof heppinn í leiknum, átti m.a. skot í samskeytin í dauðafæri sem að getur ekki verið gott fyrir sjálfstraust hans enda hefur hann átt erfitt með að skora og hann skoraði örugglega úr þessu víti, stáltaugar þegar hann chippaði boltanum á mitt markið og Given lá varnarlaus á jörðinni :) Allir í Chelsea liðinu hrúguðust ofan á Kezman sem sýnir bara rísandi liðsheild Chelsea, sem að er mjög gott mál og verður mjög erfitt fyrir önnur lið að skáka Chelsea í baráttunni um titilinn, nema að eitthvað stórkostlegt gerist.

Í heildina bara frábær leikur og maður er bara í skýjunum yfir því að vera Chelsea maður þessa dagana :D


Áfram Chelsea!!