Já eftir 15 umferðir í enska boltanum þá hef ég ákveðið að gera smá lista yfir bestu markmenn sem eru núna í ensku delildinni . En varamarkmenn eru ekki taldir með eins og Gudicini . Þetta er allt bara mitt álit á þessum leikmönnum .

1. Petr Cech , þessi frábæri, stóri og góði tékknenski markmaður . Hann er næstum 2 mertar eða 1.97 cm á hæð og er aðeins 22 ára gamall . Þessi magnaði markmaður byrjaði ferill sinn hjá Sparta Prag 19 ára og setti þar met með að fá ekki á sig mark á yfir 1000 min í öllum keppnum sem er frábært. En hann var keyptur þegar hann var að spila í frakklandi fyrir Rennes af Chelsea á 7 milljónir punda sem er meira en allir markverðir Chelsea lagðir til samans . Allavega hann stendur sig mjög vel í úrvaldsdeildinni og hefur aðeins fengið á sig 6 mörk af 15 leikjum enda með magnaða varnarlínu líka fyrir framan sig .


2.Edwin van der Sar , þessi hollenski góði markmaður sem var með þeim bestu í heimi þegar hann spilaði fyrir Juventus . Eftir að Buffon kom þá fékk hann að spila minna fyrir Juve og Fulham bauð í hann 7 milljónir punda . Hann átti í einhverjum meiðslum að stríða uppá síðkastið þannig að Crossley fór í markið í nokkra leiki . Van der Sar er 1.98 cm á hæð og hefur þessi maður leikið mjög vel fyrir Fulham þótt þeir séu frekar neðalega í deildinni .


3.Thomas Sorensen danski markmaðurinn sem er 197 cm var keyptur af Aston villa á 2.5 milljónir punda . Daninn hefur spilað mjög vel á þessari leiktíð með Aston villa og er mjög snöggur og góður stjórnandi . Hann hefur fengið á sig 16 mörk núna en Aston Villa eru feyknar sterkir núna undir stjórn David O'Leary. Hann kom frá sunderland og er að leika sitt annað season með Aston Villa .


4.Jussi Jaaskelainen er ungur markmaður sem Bolton keypti 2001 á 100.000 pund og þessi efnilegi markmaður hefur leikið frábærlega með Bolton að undanförnu og leikið alls u.þ.b. 240 leiki núna með Bolton . Hann er núna ekki viss hvort hann haldi áfram með Bolton eða bíði eftir að eitthvað stórlið bjóði í hann eins og Man Utd eða Arsenal.


5.Paul Robinson , enski markmaðurinn sem spilaði eitt sinn frábærlega með Leeds á sínum tímum en leikur nú með tottenham en þeir borguðu 2.5 millj. punda í markmanninn góða sem kom í stað David James held ég í Enska landsliðið .