Valur og Bolton   KR fær Skota Knattspyrnufélagið Valur og Bolton Wanderers hafa gert með sér samning um samstarf milli félaganna. Samningur félaganna felur í sér að Valur mun fá unga leikmenn frá Bolton að láni, en Bolton mun hafa forkaupsrétt á efnilegum leikmönnum Vals. Þegar hefur verið gengið frá því að Dean Holden mun ganga til liðs við Valsliðið í sumar en hann var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli Bolton um helgina ásamt því að skora jöfnunarmarkið.
Holden á að baki 5 leiki með enska ungmennalandsliðinu u-18.

Þetta kemur fram á <a href="http://www.valur.is/“> heimasíðu Vals </a>



Skoski miðvörðurinn Sean Sweeney kemur til KR í dag til reynslu. Sweeney er fæddur árið 1969 og hóf ferill sinn hjá Clydbank árið 1985. Þar lék hann til ársins 1995 þegar hann gékk til liðs við Airdrieonians. Árið 1998 fór hann til Livingston og lék með þeim þar til í mars á þessu ári þegar hann fór aftur til Airdrieonians

Þetta kemur fram á <a href=”http://www.kr.is/"> heimasíðu KR </a