Tony Adams sagði á fréttamannafundi eftir leikinn við Leeds að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir næstu leiktíð.
Hann hefur spilað 650 leiki fyrir Arsenal og skorað 47 mörk, þannig að eftir næstu leiktíð gæti hann verið búinn að spila eitthvað í kringum 670-690 leiki ef að hann er ekki mikið frá vegna meiðsla.
En aftur á móti hefur hann margoft sagt að hann ætli ekki að hætta fyrr en hann hefur jafnað og bætt leikjamet David O'Leary, sem spilaði 722 leiki fyrir Arsenal, en skoraði hinsvegar bara 14 mörk að ég held.

Þannig að það er spurning hvað hann gerir, ég vona að Adams haldi áfram svo að O'Leary eigi þetta met ekki lengur en nauðsynlegt er, hrikalega er sá maður leiðinlegur, enda var O'Leary púaður niður á Highbury og var svekktur á fréttamannafundinum á eftir leiknum þar sem að hann er fyrrum leikmaður Arsenal.
———————————————–