Samkvæmt dómsúrskurð frá föstudeginum er búið að eyða reglunni um
að lið geti fengið til sín max. 5 non EU leikmenn og max. 3 non EU
leikmenn sem þeir geta nefnt í leikmannahóp sínum.
Þessi regla tekur gildi um leið og geta því liðin sett eins marga
non EU leikmenn inná og þau vilja.
Þessi regla kemur sér vel fyrir mörg lið sem hafa verið að safna að
sér non EU leikmönnum svo sem Lazio, Inter og AC Milan.
Það verður gaman að sjá hve marga Argentínu menn Lazio kaupir sér
fyrir næstu leiktíð, þeir hafa nú þegar 5 og mun þeim fjölga
væntanlega.
Þessari reglubreytingu fagna 67 leikmenn sem eru ekki með EU stöðu.
Þessari reglubreytingu var fagnað af forráðamönnum liðanna en
leikmannasambandið á Ítalíu er á móti henni.
Reglubreytingin mun líka hafa góða útkomu á réttarhöldin yfir
fölsuðu vegabréfunum.