Stórleikur leiktíðarinnar fer fram á Sunnudaginn kl.:18:30 og
verður í beinni á Sýn. Ef AS Roma nær að sigra Juve eru þeir orðnir
meistarar en ef Juve nær að vinna leikinn þá nær Juve að minnka
muninn niður í aðeins 3 stig þegar 5 umferðir verða eftir og allt
getur skeð.
Liðin hafa mæst 67 sinnum á heimavelli Juve, og hefur Juve unnið 44
sinnum, 17 sinnum jafntefli en Roma aðeins unnið 6 sinnum seinnast
árið 1995 þegar Abel Baldo og Ferrara sjálfsmark tryggðu þeim sigur
0-2.
Carlo Ancelotti spilaði með Roma árið 1983 þegar þeir unnu sinn
eina scudetto, en Fabio Capello spilaði með einu besta liði
Juventus fyrr og síðar.
Það var uppselt á leikinn á miðvikudag og runnu þá út 28.000 miðar
á einum degi.
Yfir 1000 lögreglumenn verða til ráðstafanna á meðan á leik
Juventus og Roma fer fram og verða allir staðir í Torino vaktaðir
vel. Það er búist við að 10.000 stuðningsmenn Roma mætti til Torino
en aðeins 4.000 hafa miða. Á leikdeginum verða allir áfengir
drykkir bannaðir í Torino.
Ég segi bara Forza Bianconeri, Þeir taka Giallorossi 3-1.