Já, maður spyr sig þessa daganna hvort þeir séu bara óstöðvandi. Í kvöld unnu þeir Deportivo 2-1, eftir að hafa lent 1-0 undir, snemma leiks, og það mark skoraði Fran hinn gamli.

En Barca gáfust ekki upp, og komu til baka, og unnu leikinn með mörkum frá Xavi og Eto'o. Þetta lið er að spila glymmrandi vel núna, og virðast ætla að vinna allt, og það kæmi mér ekkert á óvart. Þeir eru nú efstir í La-Liga, á undan Sevilla, og Real Madrid í 3.
1. Barcelona 10 8 2 0 20:5 26
2. Sevilla 9 5 2 2 10:8 17
3. R.Madrid 9 5 1 3 8:5 16

Í Meistaradeildinni hafa þeir verið að gera góða hluti, og t.d. í seinasta leik unnu þeir AC Milan, 2-1, eftir að hafa lent undir.
Þetta sannar bara hvað það er gríðarlega barátta í þessu liði. Allir leikmenn liðsins eru mjög hreifanlegir, og oftar en ekki eru Belletti eða Gio komnir fremstir, en þeir eru bakverðir liðsins.


F. Riijkard hefur sjálfur sagt að tímabilið sé bara rétt að byrja, og það er auðvitað satt, margt getur gerst. En ég sé ekkert lið þarna á spáni stöðva þetta Barcelona lið, ó nei.


Svo mér langar að vita hvað þið haldið um þetta lið, vinna þeir La-Liga, eða Meistaradeildina? Eða bæði?