mbl.is greinir frá því í dag að stórlið Lazio frá Róm hafi verið í dæmt í heimaleikjabann auk fjársekta vegna skrílsláta hægri-öfgamanna sem venja komur sínar á heimaleiki liðsins. Um síðustu helgi lék Lazio við granna sína í AS Roma og í hvert skipti sem hinir brasilísku Cafu og Aldair fengu boltann var baulað af krafti á þá. Þetta er fáránleg hegðun sem á ekkert skylt við knattspyrnuáhuga og á ekki heima á fótboltaleikjum frekar en annars staðar. Það er að mínu mati tímabært að Lazio fái svona áminningu því þeir hafa ekkert aðhafst þó svo að skrílslæti rasista séu fastur liður í heimaleikjum liðsins. Vonandi að Sergio Cragnotti & co taki sér tak í þessum efnum, því þetta er liðinu til háborinnar skammar.