Maður er nú farinn að spá hvort tími Wolverhampton Wonderers, þessa fornfræga liðs, að fara upp sé ekki að fara að koma.
Seinustu 2 ár hefur liðið endað tímabilið efst þeirra liða sem ekki komust í umspil um sæti í úrvaldsdeildinni.
Þetta ár hefur ekki verið mjög mikið um mannabreytingar hjá liðinu, en þær helstu eru sala þeirra á Ade Akinbiyi til Leicester fyrur $5 millj.. Þessa peninga hefurColin Lee framkv. stjóri Wolves notað til að styrktja framlínu sína, fyrst með kaupum á hinum nauða sköllótta Temuri Ketsabaia (32 ára) frá Newcastle United á 900 þúsund pund. Og svo nú nýlega Robert Taylor (29 ára) frá Manchester City á $1,55 millj.
Einnig eru þeir á höttunum eftir besta og vinsælasta leikmanni Saudi Araba, Sami Al-Jaber. Líkur eru á því en ekkert örrugt í þeim málunum.
Nægir peningar ættu að vera til á Molineux til leikmanna kaupa, en í fyrra seldu þeir Robbie Keane fyrir $6 M. og svo nú $5 M. fyrir A. Akinbiyi.
Mín spá er sú að liðið endi í 3 eða 4 sæti í deild og komist þannig í umspilið um sæti í úrvalsdeils og þar getur allt gerst. Gaman væri ef þeim tækist nú að kaupa Sami Al-Jaber.