KR vann (auðvitað=) KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik deildabikarsins með sigri á Grindavík í dag, 2-1. Brandur Brekkan skoraði fyrra mark KR á 17. mínútu með stórkostlegu skoti af vinstri kanti sem hafnaði efst í markhornið fjær. Þvílíkt glæsimark sem mark vörður Grindavíkinga átti ekki möguleika á að verja!! en Grindvíkingar jöfnuðu á 25.mínútu með marki frá Óla Stefáni Flóventssyni úr vítaspyrnu eftir að Þormóður Egilsson (Móði) braut á Grétari Hjartarsyni.Sigurmark KR var sjálfsmark Grindvíkinga. Arnar Jón Sigurgeirsson sendi boltann inn í teiginn til Moussa Dagnogo en varnarmaður Grindvíkinga var á undan í boltann og stýrði honum í eigið mark á 77 mínútu. Þýðingarmikið mark en það hefði mátt vera meiri glæsibragur á 100. marki KR í Deildabikarnum.Grindvíkingar jöfnuðu en var það mark réttlætislega dæmt af vegna rangstöðu en það var mikið af þeim í seinni hálfleik.
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)