5 ára samningur hjá Burley
George Burley, stjóri Ipswich hefur slegið á sögusagnir um að hann væri á förum. Hefur kallinn skrifað undir nýjan 5 ára samning við félagið. Heyrst hafði að Rangers vildi fá hann í sínar raðir og jafnvel að hann yrði fenginn til Man Utd þegar Ferguson hætti, en sennilega sem aðstoðarmaður þar. Talað hefur verið um 500 þús pund á ári handa kalli sem hann er bara hress með. Stjórnarformaður Ipswich, David Sheeepshanks, lýsti yfir mikilli ánægju og sagði að þeir væru nánast komnir í evrópukeppni félagsliða og ættu enn séns að komast í evrópukeppni félagsliða sem væri algjörlega Burley að þakka. Burley spilaði lengi með liðinu og hefur verið stjóri síðan ´94 og hefur staðið sig frábærlega. Hann hefur keypt leikmenn fyrir um 15 millur á undanförnum árum en selt fyrir 17 og er talinn snilli í að finna ódýra leikmenn og gera þá góða. Hemmi er nú dýrasta fjárfesting Ipswich til þessa.