Johan Cruyff fæddist í litlu úthverfi Amsterdam, 25. apríl 1947. Aðeins 10 ára gamall var honum boðið, ásamt 300 öðrum krökkum, að ganga til liðs við Ajax. Þaðan lá leiðin upp því þegar hann var 17 ára lék hann sinn fyrsta leik, sem hann skoraði í, og tveimur árum seinna lék hann sinn fyrsta landsleik fyrir Holland þar sem hann náði einnig að skora. Hann var einn af máttarstólpum í ungu og öflugu Ajax-liði á 7. áratugnum. Það Ajax lið vann Hollandsmeistaratitilinn árin 1966,´67,´68,´72 og ´73 og hollenska bikarinn fjórum sinnum á þessu skeiði. Liðið vann líka Evrópukeppni félagsliða árin 1971,´72 og ´73 og var Cruyff valinn Knattspyrnumaður ársins í Evrópu ´71 og ´73 og var þar með fyrsti Hollendingurinn til að hljóta þá nafnbót. Árið 1973 var Johan Cruyff síðan seldur til Barcelona á metfé. Á fyrsta tímabili sínu hjá Barca unnu þeir meistaratitilinn og var hann í þriðja skipti valinn Knattspyrnumaður Evrópu. Næsta verkefni Cruyff var HM 1974 í V-Þýskalandi þar sem hann var fyrirliði Hollands. Þar sló hann í gegn, eins og allt hollenska liðið, og komust þeir alla leið í úrslit gegn heimaliðinu, V-Þjóðverjum. Þar töpuðu Hollendingar því miður 2-1. Þetta reyndist vera eina heimsmeistarakeppni Cruyffs þar sem hann lagði skóna á hilluna fyrir HM 1978. Hann lék alls 48 landsleiki fyrir Holland og skoraði 33 mörk. Fjarvera hans frá fótbolta var þó stutt þar sem hann skipti um skoðun 1979 og fór til Bandaríkjanna og lék með LA Aztecs og Washington Diplomats. Tveim árum seinna sneri hann aftur til Evrópu til að leika með spænska liðinu Levante en stoppaði stutt við þar því hann sneri aftur til Ajax og vann þar tvo hollenska meistaratitla í viðbót. Síðan skipti hann yfir til Feyenoord, sem var mjög umdeilt, þar sem hann vann deildina enn og aftur og bikarinn. Eftir þetta ákvað hann endanlega að leggja skóna á hilluna og fara að þjálfa. Hann var mjög snjall þjálfari og stýrði Ajax og Barcelona til margra titla. Johan Cruyff var því mjög sigursæll bæði sem leikmaður og þjálfari.
(biðst velvirðingar ef það er skrifað Johann en ekki Johan en ég hef fundið efni þar sem það er skrifað á báða vegu.)
Fleiri umfjallanir á www.knattspyrna.tk