Ehehemmm , svo virðist sem hinn heittelskaði B52 ( er það ekki eitthvað band ?? )gleyma því að Liverpool er ein mesta fantaverksmiðja í ensku deildinni , þarf ég að virkilega að fara að telja upp nöfn eins og RUDDOCK , en hann átti mjög margar og skemmtilegar tæklingar á Liverpool árunum sínum , síðan er það nýja stjarnan ykkar hann Gerrard , sem er by the way einn sá besti miðjumaður sem sést hefur á Englandi í langan tíma , hann á eftir að ná langt eins og KEANE , og hann er líka með sama hugarfarið. Í viðtali við Gerrard í fyrra kom fram að hann hefði mikið álit á t.d Keane , Wise , Ince sem allir hafa fengið á sig fanta stimpilinn en þetta er svona þetta eru bara menn sem leggja sig 110% fram og eiga það stundum til að gleyma sér í hita leiksins. Persónulega er KEANE minn uppáhalds-spilari og ég viðurkenni það fúslega að hann framkvæmir stundum tæklingar sem eiga ekki heima inná knattspyrnuvellinum , t.d. á Haaland og Poyet.
Verum nú allir vinir hérna og reynum að halda þessum samræðum á vitsmunalegu nótunum.
Fabio_x