
Knattspyrnudeildir Fram og Hauka skrifa í dag undir venslasamning til eins árs. Haukar, sem unnu þriðju deildina, geta því teflt fram þrem lánsmönnum frá Fram hverju sinni. Áður hafa eftirtalin lið í Símadeildinni gert venslasamning við lið í annarri eða þriðju deild: ÍBV við KFS, Grindavík við GG, KR við Fjölnir og Fylkir við Aftureldingu.
Frammarar mæta til leiksins gegn Val í nýjum búningi 17.maí. Fram er fyrst íslenskra liða til að gera samning við ítalska fatamerkið FILA. Keppnisbúningur Fram hefur verið nánast eins í 90 ár en nú verður breyting á. Þeir verða því ekki í hefðbundnu bláu peysunum í sumar, þó verður blái og hvíti liturinn ráðandi sem fyrr en í breyttum hlutföllum. Nýr búningur verður kynntur með viðhöfn í byrjun Maí.
Króatarnir tveir sem verða í herbúðum Safamýrarliðsins í sumar koma til lándsins á afmælisdegi Fram, 1.maí.