Grindvíkingar vígja nýjan leikvöll
Þann 16/17 júni munu Grindvíkingar vígja nýjan leikvöll með pompi og prakt. Framkvæmdir ganga vel og næst stærsta stúka landsins (1500 manns) er óðum að taka á sig góða mynd. Það er því ljóst að mikill hugur er í Grindvíkingum bæði innan og utan vallar. Ljóst er að Grindvíkingarnar munu verða sterkir næsta sumar enda nánast með sama mannskap og í fyrra. Hins vegar má búast við að það gusti aðeins um gestaliðin enda Grindvík þekkt sem mikið rokrassgat. En við hönnun leikvallarins var reynt að hafa það að stúkan og fyrirhuguð þjónustubygging munu skýla leikmönnum fyrir mesta vindinum.