Ég vildi skrifa þessa grein til að athuga hvort menn séu ekki sammála mér hvort það sé ekki allt í lagi hjá Newcastle.
Þeir fá Kluivert, Butt og Milner fyrir tímabilið,(reyndar Carr líka sem er traustur varnarmaður) sem er gott mál finnst mér!
Þá tala þeir um að þurfi einna helst að styrkja vörnina, sem hefur síðustu tímabil verið aðalvandamál liðsins, þá taka þeir upp á því að selja Woodgate til Real madrid.
Þegar Woodgate var hjá Leeds var hann talinn varnarmaður nr. 1 og Rio Ferdinand nr. 2.
Síðan selja þeir Woodgate fyrir ,,slikk" að mér finnst til Real. Ok, síðan fyrir peningana sem þeir fengu fyrir söluna hefðu þeir nú alveg getað boðiði í einhvern ágætan varnarmann. En í stað þess bjóða þeir 20 milljónir í Rooney sem hefði þá orðið 5 sóknarmaðurinn hjá þeim ef Newcastle hefði fengið hann. Man Utd fékk svo Rooney eins og allir vita og þá buðu Newcastle menn ekki í neinn.
Enda byrjaði tímabilið hræðilega og Sir Bobby gamli var látinn fara. Rétt ákvörðun að ég held, enda liðið staðana að mörgu leiti.
Nú með tilkomu Souness sem ég hef að vísu enga trú á meðan við hvaða mann hann réð fyrstan til liðs við sig held ég að Newcastle muni ekki batna. Hann ræður Rhonny Jonhsen til liðs við Newcastle, Rhonny sem var aldrei neitt góður leikmaður var líka samningslaus og því líklega í engu formi og mun aldrei passa inn í Newcastle liðið.
Ég spyr af hverju bjóða þeir ekki í alvöru varnarmann fyrst þeir héldu að vörnin myndi skána með því að selja Woddy.
Ég er sjálfur Newcastlemaður og ég er í raun ekkert hissa á þessari byrjun meðan við hvernig er haldið í taumana hjá félaginu.