Ítölsku landsliðsmennirnir Alessandro Nesta og Alessandro Del Piero hafa játað það að þeir og fleiri eru skíthræddir um að mælast með nandrolone í blóðinu Ástæðan er sú að þetta efni getur myndast sjálft í líkamanum en það er líka hægt að taka það á ólöglegan hátt til þess að auka þrek og þol.
Þeir segjast vart þora að drekka né éta því það gæti verið eitthvað í því sem eykur magn nandrolone í líkamanum.
“Eins og staðan er í dag eru leikmennirnir fórnarlömb. Við vitum ekkert hvað við eigum að gera. Við erum allir hræddir og höfum talað mikið saman um það hvað við getum gert.
”Jafnvel leikmennirnir vanmeta vandamálið, en við erum hvorki sérfræðingar né læknar. Við erum að spyrjast fyrir um þetta og reyna að fræðast meira. Það er orðrómur í gangi um að 25 leikmenn séu tæpir á að falla og enginn veit hver verður næstur mældur með nadrolone í blóðinu,“ sagði Del Piero.
Nesta bætti við: ”Ég hef tekið ýmislegt um ferilinn en núna er ég hræddur við að drekka glas af vatni. Jafnvel vísindamennirnir eru ekki vissir um þetta mál. Lyf eru lyf, en enginn er viss um nandrolone.“
Del Piero játaði að þetta væri farið að hafa mikil áhrif á menn:
”Nesta þorir ekki að drekka vatn. Þetta er satt, ég þori varla að borða lengur. Leikmenn eru ekki það heimskir að hætta ferlinum með því að taka nandrolone. Leikmannasambandið verður að fara að gera eitthvað," sagði Del Piero að lokum.
Þetta er hið versta mál.