Þú segir að þetta tímabil sé eitt besta tímabil síðustu ára, en afhverju eru þá Man Utd menn þá svona vonsviknir? Jú það er út af því að þeim hefur ekkert gengið á öðrum vígstöðum en í deildinni, og miðað við kröfur stuðningsmanna Man Utd þá gengur það ekki, liðið er eiginlega staðnað í framþróun. Spekingarnir á Englandi er margir sammála um það að Man Utd hafi ekki endilega besta mannskapinn, en án vafa hafa þeir stöðugasta liðið, þótt þeir spili ekki sinn besta leik þá vinna þeir, og eiga mjög fáa slæma leiki. Vandamálið sem Alex Ferguson glímir við er stjórn Man Utd, þetta er stórfyrirtæki og er stjórnað þannig, menn þar á bæ vilja ekki leggjast í mikil fjárútlát til að kaupa menn eða til mæta miklum launakröfum, það eru ágætis líkur á því að David Beckham sé á förum miðað við fréttir frá Englandi, vill stjórn Man Utd ekki láta Beckham fá laun sem eru hærri en Roy Keane. Þótt að hann geti fengið 2svar sinnum hærri laun hjá stórliðunum á Spáni og Ítalíu þannig að það ætti ekki að koma mikið á óvart þótt Beckham færi innan árs. Einnig er talað um að Alex sé búinn að ákveða að selja Butt og Yorke. Þrátt fyrir allt þetta eru Man Utd líklegir til að hirða titilinn næsta ár, býst ég samt við því að Liverpool, Leeds og Arsenal eigi eftir að gefa þeim meiri keppni en í ár. Ég er mjög spenntur hvað eigi eftir að gerast þegar Alex hættir eftir næsta tímabil, það gæti allt eins farið svo að þetta yrði eins og þegar sigurför Liverpool hætti á sínum tíma.
Jæja ég er búinn að blaðra nóg :)
kv Weird Al