Ísland leikur á útivelli gegn Möltu á miðvikudaginn í undankeppni HM. Leikurinn átti að vera á Sýn verður ekki sýndur vegna þess hversu dýrt er að fá leikinn til Íslands, en kostnaðurinn við þessa útsendingu er mun meiri heldur en gengur og gerist og því ákvað Norðurljós að eyða ekki peningum í leikinn. Ekki er við þá að sakast og enginn ástæða til þess að skammast út í þá þar sem þeir hafa staðið sig afar vel í beinum útsendingum frá boltanum.
Það er spurning hvað RÚV gerir í málunum. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið og verða Íslendingar lífsnauðsynlega að ná í 3. stig úr þessum leik.