Lazio og Inter hafa sýnt áhuga á að fá hinn 31 árs gamla framherja
Fiorentina Enrico Chiesa til sín, samningur Chiesa við Fiorentina
rennur út árið 2003 og eru samningaviðæður um framlengingu hans hafnar.
Moratti hefur lýst því yfir að honum langar að fá Roberto Baggio
aftur til Inter, en Baggio svaraði að það væri erfitt að fara
þangað sem leikmaður kannski seinna sem þjálfari. Moratti er lika
að hafa betur við Juventus í barráttunni um Conceicao. Ef Hectur
Cuper kemur til liðs við Parma þá ætla Parma menn að biðja um að fá
Javier Farinos sem lék undir stjórn Cupers hjá Valencia.
Hjá Juventus eru nokkrara sögusagnir í gangi og þá helst um að
Juventus ætli að gera tilboð í Francesco Toldo hjá Fiorentina því
Juventus hefur borist gott tilboð í Van der Sar frá Barcelona og
líka Cocu í skiptum. Ef Juentus fær ekki Viera þá ætlar Moggi að
reyna að fá Matias Almeyda frá Parma. Í aftöstu línuna er Juve að
reyna að fá Thuram frá Parma og eru taldar góðar líkur á því að það
rætist og einnig fær Ancelotti að velja á milli Pierini og Troise.
Síðan er barrátta á milli Inter og Juve um Luca Toni hjá Vicenza.