Það sem Gerard Houllier er búinn að rífa Liverpool af stað, þessi maður er snillingur.
Ég er búinn að vera harður Liverpool aðdáandi síðastliðin 8 ár, síðan ég var 10 ára gamall og ég bara man ekki eftir jafn glæsilegu tímabili og þetta hefur verið, tímabilið sem ég byrjaði að fylgjast með þeim var \'91-\'92 þegar þeir urðu bikarmeistarar og ég varð hugfanginn af þessu liði, ég fylgdist alltaf með þeim fréttum sem ég náði af þeim og reyndi að vera harður poolari, en það bara gekk ekkert, enginn titill og liðið var rokkandi milli 4 og 8 sætis, ég var að sjálfsögðu ekkert ánægður með mína menn en það var alltaf vonin að næsta ár yrði betra, svo kom það loksins 1995 að þeir urðu deildarbikarmeistarar og lentu í fjórða sæti, með einn mesta markakóng fyrr og síðar, Ian Rush og efnilegasta nýliða Enskrar knattspyrnu þá, Robbie Fowler.
Næsta ár hætti Rush og Fowler varð \“föðurlaus\” ef svo má orða það því Ian Rush hafði alltaf verið honum sem lærimeistari og vinur, hann var annað árið í röð valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar en það er ekki endalaust hægt að vera efnilegur, hann varð að fara að sýna það að hann var einn af þeim bestu.
Ég varð ekkert alltof ánægður þegar Roy Evan ákvað að selja Stan Collymore því mér fannst sem hann og Robbie Fowler væru góðir saman ég vildi sjá þá taka Meistartitilinn og hampa honum saman, en allt kom fyrir ekki og það sem kannski helst var að þessi ár var það að Robbie hefur átt við sín meiðsl að stríða og er frekar meiðslagjarn, en aftur á móti topp baráttumaður og kannski ekkert alltaf komið vel úr orrustum, og hinsvegar Framkvæmdastjórinn Roy Keane sem hafði efni í meistaralið, fullt af frábærum leikmönnum en kom þeim aldrei alveg á toppinn.
Vinir mínir gáfust upp á Liverpool og fóru að styðja Arsenal og Leeds, sem mér finnst frekar lágkúrulegt, að yfirgefa liðið vegna þess að það sé í lægð.
En ég hélt áfram að styðja mitt lið þó svo að ég hrópaði ekki jafnt hátt að ég væri poolari þegar verst gekk, en ég hef alltaf verið poolari og það er mergurinn málsins, að styðja sitt lið í blíðu og stríðu, þetta er eins og hjónaband, þó að illa gangi má vera að maður bölvi sínum mönnum í sand og ösku fyrir einhver andskotans mistök, en maður fer ekki frá þeim!
Árið 1998-1999 held ég að ég hafi náð einum eða tveimur leikjum með Liverpool, ég vildi bara ekki horfa á þetta, vonbrigð eftir vonbrigðum, svo heyrði ég að Roy Evans hefði verið látinn fjúka og einhver nýr kall tekinn við, ég hafði heyrt nafnið áður en þar sem ég er enginn sérfræðingur um knattspyrnu þá lét ég mér ekki mikið um finnast, \“Gerard Houllier?, eitthvað kannast ég við kauða\”, voru einu viðbrögðin frá mér, og þar sem flestir vinir mínir höfðu snúið sér að öðrum liðum þá fékk ég ekkert álit hjá þeim.
Liverpool endaði í 7.unda sæti þetta tímabil og ég var fúlli en nokkurn tímann, bölvaði Houllier í sand og ösku og hugsaði ekki einu sinni út í það að hann þurfti smá aðlögunartíma, hann kemur bara ekkert inn og fer að vinna leiki einn-tveir-og-bingó.
Næsta tímabil missti ég nær alveg út, sá alltaf einn og einn leik en var samt ekki sama, ég stökk ennþá hæð mína af gleði þegar þeir unnu, en það voru stóru leikirnir sem þeir voru að tapa í, leikirnir þar sem maður var með strákunum inní stofu að horfa á leikina, helmingurinn í stofunni Man utd. aðdáendur og restin Arsenal, svo það var ekkert gaman að vera í svona félagsskap þegar liðið manns var að tapa, svo ég hætti bara eiginlega að fylgjast með.
Ég hafði heyrt sögusagnir um það að Fowler væri að íhuga að fara frá félaginu en sem betur fer voru þær ekki á rökum reistar, því þrátt fyrir leikbönn, meiðsli og fleira þá hefur hann alltaf verið góður, hann þarf bara eitt gott tímabil, meiðslalaust og vonandi bannlaust, til að sanna það að hann er einn besti sóknarmaður í Enska boltanum.
Liverpool eru búnir að standa sig vel í ár og allt álit mitt á Gerard Houllier hefur gerbreyst, ef þeir klára í einu af þremur toppsætunum með deildarbikarinn í vasanum og (vonandi) annann til, þá er ekkert sem ætti að geta hindrað það að þeir taki þetta með trompi á næsta ári og hindri sigurgöngu Manchester United, og hver veit? kannski þrennu?
Þetta er auðvitað bara óskhyggja, en afhverju ættu óskir ekki að rætast, þetta er ekkert langsótt ósk, Liverpool er með þrjá frábæra sóknarmenn, Owen, Fowler og Heskey.
Góða miðju og gamla naglan Gary McAllister þar ásamt Gerrard og Patrick Berger.
Flotta vörn sem státar af t.d. Markus Babbel sem er talinn einn af bestu varnarmönnum heims og Sami Hyypia sem er að skapa sér nafn sem einn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Er ég að gleyma einhverjum? já… Jari Litmanen sem er nýgenginn í liðið, og ótrúlegt en satt, þeir fengu hann frítt.
Þetta er sóknarmaður af bestu gráðu, og var valinn þriðji besti leikmaður heims árið 1995, og þó svo að það séu 6 ár síðan þá er örugglega nóg púður eftir í honum.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist þann 16.maí þegar Liverpool mætir Alaves, en að mínu mati er Liverpool með geysisterkt lið sem er í toppformi og ætti að geta ráðið við flest félagslið heims fyrst þeir unnu svona sannfærandi sigur á Barcelona.
Og fyrir þá sem ekki vita úrslitin úr leiknum síðan í gær, Liverpool-Tottenham þá fór hann 3-1 fyrir Liverpool og eru þeir nú komnir í fimmta sæti í deildinni.
Ég hef aldrei verið jafn stoltur yfir því að segja að ég sé poolari og akkúrat þessa daganna, ég hef það á tilfinningunni að það sé að renna á nýtt gullaldarskeið hjá félaginu.
Hvað með ykkur?