Breskir netmiðlar greina frá því í dag að Ipswich Town sé að íhuga að gera Chelsea boð upp á 6 milljónir punda í Eið Smára Guðjohnsen.
Chelsea keypti Eið á 4 milljónir punda í fyrra og gætu þeir því grætt á honum í sumar, en Ranieri hefur ekki enn lýst því yfir hvort hann vilji halda Eið eður ei.
Ipswich vantar tilfinnalega þriðja sterka framherjann með þeim Marcus Stewart og Alun Arsmtrong.
Hermann Hreiðarsson leikur með Ipswich, eins og flestir vita, og hann hefur örugglega gefið Eið góða einkunn er George Burley, stjóri Ipswich, spurði hann um Eið Smára.