Samkvæmt frétt sem var í Clarin, helsta blaði í Buenos Aires, þá
hefur Juventus bæst í hóp liða sem berjast um 19 ára undrabarnið
hann Javier Saviola, helsta framherjaefni í heiminum í dag, og eru
sagðir hafa boði River Plate $25m í hann. En auk Juve eru AC Milan
og Barcelona á eftir Saviola.
Juventus spurðist einnig fyrir um hinn sterka kólumbíska varnarmann
Mario Yepes, einnig eru Lazio og Inter á höttunum eftir þessum
sterka varnarmanni.
Ég segi sem stuðningsmaður Juventus, þá vona ég að Saviola komi til
Juve, enda hann besti framherji framtíðarinnar og margfalt virði
þessa $25m sem þeir hafa boðið í hann, og í sambandi við hann Yepes
þá er hann sagður alveg magnaður varnarmaður, en einni gallinn er
að Juve eru komnir með þónokkra non EU leikmenn og hefur Moggi og
Bettega líst því yfir að þeir ætli ekki að semja við þá. En þeir
gera nú undantekningu við Saviola.