Roma hefur misst flugið í seinustu leikjum og er að fara í sína
erfiðustu leiki, eiga að leika í Udine, á móti Lazio og í Torino í
næstu þremur umferðum, þannig ef að Roma nær ekki að vinna Udinese
um helgina og Juve vinnur Parma, Lazio spilar á móti Vicenza. Roma
hefur 4 stig á Juve og sjö á Lazio þannig að hlutirnir ætu að
skýrast eftir 3 umferðir þegar innbyrðisviðureignir liðanna eru
búnar. Og ef að liðin vinna aðra leika sína og Lazio vinnur Roma og
Juve og Roma gera jafntefli þá er Lazio komið í barrátuna.
Eftir leikinn gegn Parma eru Lazio leikmennirnir farnir að gera sér
grein fyrir því að titillinn gæti orðið þeirra.
Ættu lokaumferðinar að verða spennandi og vonandi fær maður að sjá
úrslitaleik um titilin ef liðin verða jöfn en hvað skeður ef þrjú
lið verða jöfn ég held að það hefur aldrei skeð en veit einhver
hvað skeður þá verða þau þrjú að spila í riðli þau þrjú leikið
heima og heiman það ætti að verða skemmtilegt.