Dýrkeypt mark
Leeds og Valencia eru komin áfram í meistaradeild evrópu eftir seinni leikina í gær. Þrátt fyrir 2-0 tap komst leeds áfram 3-2 samanlagt eftir stórleikt á Elland Road. Leikmenn Deportivo voru mun sterkari í leiknum og voru leedsarar heppnir að komast áfram því leikmenn Deportivo skutu nokkrum sinnum í stöng og slá. Markið sem Arsenal fékk á sig á heimavelli reyndist mjög dýrkeypt og hennti þeim útúr meistaradeildinni. Fyrri leikur liðanna fór eins og flestir vita 2-1 fyrir Arsenal og reyndist þetta mark mjög dýrkeypt fyrir þá því 1-0 tap gerði það að verkum að Valencia fór áfram á marki á útivelli. Forvitnilegt verður að fylgjast með Valencia á móti Leeds en bretarnir hafa verið mjög erfiðir heim að sækja en hafa ekki gert góðar ferðir til spánar. Þetta verður 4 spánarför þeirra en þeir töpðuðu 4-0 gegn Barcelona 2-2 minnir mig gegn Real og svo 2-0 tap gegn Deportivo því var þetta kannski ekki alveg það sem bretarnir vildu að þurfa að fara til spánar í 4. sinn því alveg ljóst að það mun verða mjög erfitt.