Paul Dickov, sóknarmaður Manchester City, fékk rautt spjald í leik Everton og Man. City 8.apríl og hefur það nú verið dregið til baka og með því þriggja leikja bann.
Þetta vildi þannig til að Dickov var allt of seinn í tæklingu og felldi Alessandro Pistone. Pistone rauk á lappir og setti hnéð í punginn á Dickov og öxlina í andlitið á honum þegar hann beygði sig niður. Dómarinn ,David Elleray, brást þannig við að reka bæði Pistone og Dickov af velli. Nú hefur Elleray breitt þessu rauða spjaldi sem Dickov fékk í gult spjald og sleppur hann því við þriggja leikja bann sem hann hefði tekið út í þrem síðustu leikjum leiktíðarinnar.