
Þá eru tveir Rúmenskir leikmenn á leið til Hlíðarenda en nýbúið er að fylla út alla pappíra vegna hins umtalaða Schengen-samkomulags. Leikmennirnir sem um ræðir eru Constantin Stanici (31), miðvallarleikmaður sem á að baki 8 A-landsleiki fyrir Rúmeníu (Held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að hann hafi spilað í Bandaríkjunum) og sóknarmaðurinn Daniel Gidea (21) en hann lék síðast í Svíþjóð. Leikmennirnir eru væntanlegir til landsins á næstu dögum.