Fylkismenn hafa gert venslasamning við Aftureldingu. Eftirfarandi fréttatilkynning birtist á
<a href="http://www.fylkir.com/einfrett.php?id=86&thisdeild=KND"> Fylkir.com </a>
Afturelding og Fylkir gerðu með sér Venslasamning fyrir keppnistímabilið 2001. Undirskriftin fór fram í dag verslun hjá sameiginlegum styrktaraðila félaganna, Nóatúni (Mosfellsbæ), kl. 12:30. Það þykir okkur við hæfi þar sem fyrirtækið hefur stutt bæði félögin dyggilega undanfarin ár.
Með samningi þessum er félögunum gert kleift að nota leikmenn hvors annars með frjálsari hætti en áður hefur tíðkast hérlendis. Samkvæmt reglugerð KSÍ um venslasamninga verður Fylkir móðurfélagið og Afturelding venslafélagið. Fylkir mun ekki tefla fram 1. flokki í sumar, heldur munu leikmenn félagsins sem þurfa að komast í leikform eða eru ekki í 16 manna leikhópi fá að leika með Aftureldingu í 2. deild og efnilegir leikmenn Aftureldingar sem eru á samning fá tækifæri til að æfa með Fylki.
Félögin lýsa einnig yfir vilja til samvinnu á öðrum sviðum. Samningur þessi er gerður í framhaldi af ágætu samstarfi félaganna á síðustu leiktíð en þá fengu 2-3 samningsbundnir leikmenn Fylkis í tímabundið keppnisleyfi með Aftureldingu.
Þjálfarar félaganna, Sigurður Þórir Þorsteinsson og Bjarni Jóhannsson, eru ekki ókunnir hvorum öðrum. Þeir kenna báðir við Borgarholtsskóla og þjálfuðu hjá Fylki keppnistímabilið 2000 og eru í stjórn þjálfarafélagsins.
Stefnt verður að því að félögin leiki vináttuleik fyrir mótsbyrjun í tilefni af þessum samning.