O´Leary hæstlaunaði knattspyrnustjórinn
Leeds United hefur boðið knattspyrnustjóra sínum, Íranum David O´Leary, nýjan sex ára samning sem færir honum rúman einn milljarð króna í hönd. Stjórnarmenn Leeds eru ánægðir með störf Írans síðan hann tók við liðinu á miðju tímabili fyrir rúmum tveimur árum og ætla þeir því að tryggja sér hann fyrir komandi ár. Sem kunnugt er mælti Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, með O´Leary sem hugsanlegum eftirmanni sínum er stjóratíð hans með Englandsmeistarana rennur út. (visir.is)