Manchester United eru á höttunum á eftir einum efnilegasta leikmanni Frakklands, Philippe Mexes hjá Auxerre. Mexes, sem er 18 ára gamall varnarmaður, hefur vakið áhuga Alex Ferguson, knattspyrnustjóra ensku meistaranna, og er hann tilbúinn til að borga 350 milljónir fyrir Mexes. Auxerre vill þó ekki sleppa honum strax en lætur væntanlega undan ef rétt verð fæst fyrir kappann. (visir.is)