Ef þú kannt lítið í fótbolta þá vona ég þessar leiðbeiningar komi þér að gagni. Leiðbeiningarnar eru úr eldgömlu tímariti frá 1919.
KNATTHAFI er sá leikmaður sem síðast kom við knöttinn (spyrnti, skallaði, varpaði, sló knöttinn, eða varð fyrir honum, svo knötturinn kom einhversstaðar við hann), og er knatthafi þar frá því hann kemur fyrst við knöttinn og þar til annar leikmaður kemur við hann.
SLAG (handspyrna – fisting), knötturinn sleginn með hnefa eða lófa (forréttindi markvarðar).
REKSTUR (dribbling), að reka knöttinn á undan sérr, hlaupa með hann á tánum – á harða spretti! Einn mesti vandinn og fegursta listin í knattsparki.
SKOT (shot) er það kallað að spyrna til marks, og vandinn að láta ekkert skotfæri ónotað. Annar vandi, að skjóta fimlega, svo að markvörður fái ekki varist, og vera beinskeyttur (láta ekki skotið geiga) svo að skotið fari ekki yfir ás eða utan súlu.
ATSÓKN, ÁHLAUP (tackling) er það að sækja að mótherja (á hlaupi) til að ná af knettinum (Sæktu hann! Sæktu hann!) og “elta hann eins og hundur” ef það tekst ekki strax að ræna knettinum; þeim hentast sem fóthvatastir eru og hugrakkastir.
Hver knattspyrnumaður ætti að leggja sérstaka stund á einhverja af þessum leiklistum, leita sér frama í því, að verða góður knattreki, sendimaður, áhlaupamaður eða skotmaður. Það verður hverjum að list sem hann leikur.