Tveir af seinni 8 liða úrslitaleikjunum fara fram í dag. Telja má að líkur Leedsara sé mjög góðar að komast áfram eftir frábæra frammistöðu gegn Deportivo í fyrri leiknum. Þrjú mörk er gott forskot en það getur horfið á augabragði sé ekki rétt staðið að málum. Telja má að O´Leary leggji áherlsu á varnarleikinn í þessum leik.
Í hinum leiknum er öllu meiri spenna, Arsenal vann fyrri leikinn með frábærum seinni hálfleik. En eitt mark er ekki neitt í svona leikjum og fyrir utan það að Valencia skoraði mark á útivelli sem á við tvö mörk á útivelli. Því verður Arsenal að hanga á 0-0 jafntefli eða skora. 1-0 tap dugar þeim ekki. Þeir spiluðu illa í síðasta leik gegn Middlesboro og spurning hvort það hafi ekki einhver áhrif á sjálfstraustið.
En sjálfsögðu væri draumaundanúrslitaleikurinn Leeds-Arsenal!!!
Eða hvað finnst ykkur??