var ekki samþykkt. Nafn markvarðar enska liðsins Sheffield Wednesday verður
væntanlega skráð í heimsmetabækur eftir frammistöðu hans í leik gegn Wolves
í dag. Leikur liðanna fór fram í 1. deildinni ensku og lauk með jafntefli,
1-1. En Kevin Pressman markvörður Wednesday varð að horfa á mestallan leikinn
úr áhorfendastæðunum því hann var rekinn af velli eftir aðeins 13 sekúndna
leik. Þá ákvað hann að hlaupa út úr vítateignum og verja skot frá Temuri
Ketsbaia með höndum. Með þessu bætti Pressman með sem Mark Smith markvörður
Crewe setti árið 1994 þegar hann var rekinn út af eftir 19 mínútur. Dómarinn
í dag mun væntanlega einnig fá nafn sitt í knattspyrnusögubækurnar en hann
heitir Mark Halsey. Varamarkvörður Wednesday, Chris Stringer, sem aðeins (mbl.is)