Hvert fer hann?
Nú hefur það fengist endanlega staðfest að Josep “Pep” Guardiola mun yfirgefa herbúðir Barcelona þann 30. júni, og hefur kappinn sett stefnuna á ensku úrvalsdeildina.
“Ég veit ekki hvar ég enda og hef ekki svarað neinum tilboðum eins og er. Mig langar að spila fyrir annan stóran klúbb, og halda áfram að vinna titla.” sagði Guardiola á miðvikudaginn, og bætti því við að ekki kæmi til greina að fara til Ítalíu eða Þýskalands þrátt fyrir gylliboð. Aðeins England kæmi til greina.
Aðspurður að því hvort hann færi annaðhvort til Chelsea eða Newcastle eins og blöðin hafa verið að ýja að sagði hann að of snemmt væri að svara því, en hann færi líklega ekki til Newcastle.
Guardiola hefur verið hjá Barcelona allan sinn feril. Hann kom þangað þrettán ára gamall og hefur m.a. unnið til sex meistaratitla, tveggja bikarmeistaratitila, Evrópukeppni bikarhafa, Evrópukeppni félagsliða og fjóra spænskra “Súper” bikara, þar sem mætast deildar og bikarmeistarar. Forráðamenn Barca ætla að virða ákvörðun Pep. Þeir segja hann hafa þjónað félaginu vel og dyggilega, og ef hann vildi kanna önnur mið, þá væri það velkomið.
Búast má við því að fleirri lið en Newcastle og Chelsea stökkvi í slaginn um að hreppa þennan snjalla leikmann sem hefur verið í herbúðum Barcelona í 17 ár. Liverpool, Man Utd og Arsenal geta án efa nýtt krafta hans.