Seedorf fyrir Dyer
Mér er spurn hvort menn kannist við þær sögusagnir að Clarence Seedorf, hjá Inter Milan, verði notaður sem skiptimynt í kaupum Inter Milan á enska landsliðsmanninum Kieron Dyer. Þar með yrði Seedorf endanlega búinn að fara hring um knattspyrnu heiminn, hann byrjaði hjá Ajax, fór þaðan til Sampdoria, Real Madrid keyptu hann síðan ( svona til að hafa á bekknum! ) og þaðan fór hann til Inter Milan eftir mikið rifrildi við John Toshack. Ætli Bobby Robson sé rétti maðurinn til að hemja hollendinginn?