Króatinn Davor Suker hefur tilkynnt að hann muni ekki leika með West Ham næsta vetur og mjög ólíklega á Englandi. Hann ætlar að spila eitt tímabil í viðbót og enda svo ágætan ferilinn á HM 2002.
“Líf mitt einkennist af stressi. Í fyrsta skipti á ferlinum hef ég lent í miklum meiðslum og því ekki átt sæti í liðinu. Samband mitt við Harry Redknapp er heldur ekki uppá marga fiska” sagði Suker sem er með tilboð frá Spáni, Frakklandi, Þýskalandi, Japan og Mexíkó.