Viera, Keane og Gerrard eru allt góðir miðjumenn. Það sem að Figo, Rivaldo og Zidane hafa hins vegar sem þeir hafa ekki er hæfileikinn til þess að taka leikinn gjörsamlega í sínar hendur. Það er ósjaldan sem maður sér þessa kappa tæta einir og sér varnir andstæðinganna sundur og saman og skora svo eða koma með sendingu sem verður að marki, allt upp úr engu. Viera og Keane eru svona meiri “nagla” týpur :P Svona menn sem láta engann komast upp með að þykjast vera eitthvað á sínu svæði og ef einhverjum tekst það, þá brjóta þeir bara hressilega á þeim og verða þá glaðir á ný =)
Nei svona í alvöru þá er spilastíll þeirra bara öðrvísi, ekki endilega lélegri, heldur öðruvísi :)
Vieira á vel skilið að verða kjörinn maður ársins enda klassaleikmaður þar á ferð. Ég held hins vegar að það sé of mikil bjartsýni að spá Gerrard titlinum strax. Hann á framtíðina fyrir sér en á þó enn töluvert eftir á toppinn að mínu mati.
Maður framtíðarinnar :)