Það virðist vera þannig að fólk sem heldur ekki með Man Utd. getur ekki sagt eitt gott orð um þá, það getur ekki einusinni viðurkennt þá staðreynd að þeir eru einfaldlega besta liðið á Englandi, og með töluverðum yfirburðum.
Núna segja flestir poolarar að Liverpool séu betri af því að þeir unnu báðar viðureignir þessara liða, og ég sá einhvern vera að tala um að Man Utd. væri “fallið veldi” eftir tvo tapleiki án marks, þessir 2 leikir gegn Liverpool eru 2 af aðeins 3 tapleikjum í 31.
Það er bara einfaldlega þannig að Man Utd. er með mun betra lið, ég viðurkenni það vissulega að þeir spiluðu illa í þessum tveim leikjum gegn þeim, og ég viðurkenni það líka að Liverpool eru á réttri leið og eru mun betri í ár en þeir voru í fyrra, og fyrr má nú vera, því Gerard Houllier er búinn að eyða rúmum 50 milljónum punda síðan hann tók við, og var að fá 15 milljónir aukalega sem hann Á að eyða í leikmenn.
En þegar lið er búið að tryggja sér deildarsigur þegar deildin er hálfnuð, þá þarf ekki mjög vel gefinn mann til þess að sjá hverjir eru bestir.
Ég virði það að fólk haldi með Liverpool og viðurkenni að þeir eru á réttri leið, en í guðana bænum feisið það, Man Utd. eru betri!